Sakamálið – 16. þáttur: Pólski raðmorðinginn sem gekk undir mörgum nöfnum
En eftir einungis eitt ár var George Chapman orðinn leiður á Maud og sneri athygli sinni að Florence Rayner. Florence Rayner neitaði að flytja með honum til Bandaríkjanna og benti honum á að hann „ætti konu á neðri hæðinni“. Chapman smellti fingrum og sagði: „Huh, ég geri svona, og frú Chapman hættir að vera til.“
Sakamálið – 15. þáttur: Krókódílamaðurinn
Joseph, Joe Ball, fæddist 7. Janúar árið 1896. Hann var Bandarískur raðmorðingi og gekk undir mörgum nöfnum. Hann var kallaður Krókódílamaðurinn, Slátrarinn frá Elmendorf og Bláskeggur Suður-Texas. Eftir að hafa sinnt skyldu sinni á vígvöllum fyrri heimstyrjaldarinnar gerðist hann bruggari og sá þeim sem efni höfðu á fyrir ólöglegu áfengi. Þegar bannárin runnu sitt skeið…
Sakamálið – 14. þáttur: Eiginkona, móðir, morðingi
Öllum sem þekktu Audrey Marie Hilley er hulið hví hún framdi ódæði sín. Frank, eiginmaður hennar, dó úr arsenikeitrun og dóttir hennar var við dauðans dyr vegna sams konar eitrunar. Marie tókst að flýja réttvísina í rúmlega þrjú ár, en var að lokum dæmd til lífstíðarfangelsis. Hún hafði ekki hugsað sér að enda líf sitt…
Sakamálið – 13. þáttur: White House morðin
Þorpið Tolleshunt D’Arcy í Essex á Englandi varð vettvangur einna hryllilegustu fjöldamorða sem framin hafa verið í Bretlandi. Voðaatburðirnir sem um ræðir áttu sér stað síðla kvölds 6. ágúst og að morgni 7. ágúst árið 1985 á White House-býli Bamber-hjónanna. Sakamál vikunnar fjallar um White House-morðin svonefndu.
Sakamálið – 12. þáttur: Blóðsjúgandi morðinginn
Donald rak í rogastans þegar hann sá hve vel skipulögð vinnustofa Haighs var; verkfæri til allra verka sem handlaginn maður kann að taka sér fyrir hendur, logsuðutæki, trésmíðaáhöld og verkfæri járnsmiðs. Í einu horninu stóð stærðar tunna full af sýru og forvitinn gekk McSwan að henni. Hann var að því kominn að spyrja til hverra…
Sakamálið – 11. þáttur: Glanspíubaninn
„Ég lét þær krjúpa. Það var eins með þær allar, ég hélt þeim í skefjum með skammbyssunni og batt saman öklana á þeim, síðan gerði ég lykkju á reipið og setti það um hálsinn á þeim. Svo stóð ég yfir þeim og tók í endann þar til þær hættu að brjótast um.“ Morðinginn þóttist vera…
Sakamálið – 10. þáttur: Raðmorðinginn sem var sáttur við að deyja
Raðmorðinginn hafði fullyrt að framlenging á lífi hans væri lítið annað en sóun á peningum skattborgara. Hann hafði verið sakfelldur fyrir að myrða fimm konur og lá njörvaður niðri á borði með mjúku yfirlagi í breyttum gasklefa í öryggisfangelsi í Nevada í Bandaríkjunum. Nál hafði verið sett í annan handlegg hans og senn myndu um…
Sakamálið – 9. þáttur: Blóðrauð Jól
Rétt fyrir jólin 1987 ákvað Ronald Gene Simmons að losa sig við alla sem hann taldi vilja sér illt. Fyrsta fórnarlambið var eiginkona hans og sex dögum síðar var fjöldi fórnarlambanna kominn upp í sextán.
Sakamálið – 8. Þáttur: Morðin á Meeks fjölskyldunni og Piparjómfrúin og hænsnabóndinn
Tvö mál urðu fyrir valinu í þennan 8. þátt Sakamálsins. Annarsvegar heyrum við af brærum sem voru hreinræktuð óbermi. Þeir voru á meðal auðugustu manna á heimaslóðum sínum, en alkunna var að auður þeirra var ekki tilkominn með ærlegum hætti. Þeir skirrtust ekki við að úthella blóði ef svo bar undir og því fékk fjölskylda…
Sakamálið – 7. Þáttur: Hver var maðurinn í möttlinum?
Aðkoman var hræðileg, rúm Helenu var rjúkandi rúst, koddinn útataður í blóði. Hún lá þar látin og náttfötin hennar orðin að ösku. Önnur hlið líkama hennar var illa brunninn og þrír blóðugir skurðir voru á annarri augabrún hennar. Hver var sekur um þennan hrottalega glæp? Slapp hann úr klóm réttvísinnar? Hver var maðurinn í möttlinum?