Guðrún Hafsteinsdóttir missti föður sinn ung: „Dýrmætt að læra að veraldlegir hlutir skipta engu“
Gestur Mannlífisins að þessu sinni er sjálfur Dómsmálaráðherra, Guðrún Hafsteinsdóttir. Hún þurfti mjög ung að taka við rekstri Kjörís en það kom ekki til af góðu. Faðir hennar varð bráðkvaddur aðeins 59 ára að aldri og þá kom í hlut hinnar 23 ára Guðrúnar að taka við taumum rekstursins. Eftir menntaskóla hugði Guðrún á háskólanám…
Meiddist á hönd en mamma ákveðin: „Sonur minn er fiðluleikari á sjó. Sendið þyrlu og það strax!“
Aríel Pétursson var til sjós á Sturlaugi H. Böðvarssyni vestur á Hala þegar hann datt og flækti höndina í vélbúnaði með þeim afleiðingum að slaðsaðist illa á fingrum annarar handar. Enginn óskar sér þess að slasast með þessum hætti en kannski síst Aríel því hann er fiðluleikari. Hann var snar til og rauk upp í…
Sakamálið – 4. þáttur: Sápugerðarkonan Leonarda Ciunciulli
Í ítarlegri yfirlýsingu sagði morðkvendið frá afdrifum eins fórnarlambs síns: „setti ég líkamshlutana í pott, bætti við sjö kílóum af vítissóda, sem ég hafði keypt til að búa til sápu, og hrærði í þangað til allt var orðið að þykkum, dökkum vellingi sem ég hellti í nokkrar fötur sem ég tæmdi í nálæga rotþró.“ Hún…
Saga Skuggabarna: Einar Örn sprautaði sig með verkjalyfjum á Spáni og missti handlegginn
Árið 2005 komu samhliða út bókin og heimildarmyndin Skuggabörn. Myndina fjallar um gerð bókarinnar en hana gerðu Jóakim Reynisson og Lýður Árnason í samstarfi við Þórhall Gunnarsson. Efnistökin voru fíkniefnaneysla hérlendis á þessum tíma og meðal annars skyggnst inn í líf einstaklinga sem voru í neyslu. Nú tæpum 20 árum síðar skyggnumst við inn í líf…
Skipstjórinn Axel Jónsson: þýskur greifi bað hann að gifta sig á báti í Berlín
Stórkapteinninn, Hornfirðingurinn, heimshornaflakkarinn og fyrrum útgerðarmaðurinn Axel Jónsson er gestur Sjóarans að þessu sinni. Axel hefur á löngum ferli komið víða við, bæði sem skipstjóri og útgerðarmaður, en auk þess að eiga farsælan feril til sjós hér á landi hefur hann líka sótt sjóinn frá Króatíu og Suður-Ameríku. Í dag beinir hann spjótum sínum að…
Sakamálið – 3. þáttur: Mary Ann Cotton
Það var smávaxin og veikbyggð kona, íklædd svörtum fatnaði með svart og hvítt sjal yfir herðarnar, í raun aumkunarverð manneskja, sem var leidd af tveimur lögreglumönnum. Hún eitrað fyrir fórnarlömbum sínum og virtist þá engu skipta hvort um var að ræða börn eða fullorðið fólk. Í sakamáli vikunnar segir af morðkvendinu sem sagðist jafnsaklaus og…
Saga Skuggabarna: Kristín horfði upp á son sinn þegar hann myrti sambýlismann hennar
Árið 2005 komu samhliða út bókin og heimildarmyndin Skuggabörn. Myndina fjallar um gerð bókarinnar en hana gerðu Jóakim Reynisson og Lýður Árnason í samstarfi við Þórhall Gunnarsson. Efnistökin voru fíkniefnaneysla hérlendis á þessum tíma og meðal annars skyggnst inn í líf einstaklinga sem voru í neyslu. Nú tæpum 20 árum síðar skyggnumst við inn í líf…
Heimildarmyndin Skuggabörn
Í tilefni að því að Mannlíf hefur nú birt fyrsta þátt af Hvað varð um Skuggabörn bjóðum við upp á myndina Skuggabörn frá árinu 2005 sem gerð var af Jóakim Reynissyni og Lýð Árnasyni í samstarfi við Þórhall Gunnarsson, en Reynir stýrir þáttunum. Myndin sækir efni sitt í undirheimana á Íslandi árið 2005. Reynir Traustason…
Rut Sigurðardóttir: Söng Paul Simon í sífellu í útstíminu til að takast á við óttann
Verðlaunaljósmyndarinn, kvikmyndaframleiðandinn og tölvunarfræðingurinn sem ákvað að gerast trillukall, Rut Sigurðardóttir, er gestur Sjóarans að þessu sinni. Hún framleiddi nýlega myndina Skuld með manninum sínum, Kristjáni Torfa Einarssyni sem var einmitt gestur þáttarins fyrir skemmstu, en myndin fjallar um þá vegferð þeirra að hella sér út í smábátaútgerð á bátnum Skuld. Nokkru síðar bættu þau…
Sakamálið – 2. þáttur: Morðinginn með mörgu nöfnin
Hann var svikahrappur hinn versti og skirrtist ekki við að myrða ef það hentaði markmiðum hans. Hann strauk að heiman setán ára að aldri og skildi eftir sig slóð svika allar götur þaðan í frá. Í sakamáli vikunnar heyrum við um morðingjann með mörgu nöfnin, lífshlaup hans, ódæði og endalok.