Posts by author
Ritstjórn Mannlífs
Óttar Sveinsson lenti í strandi á Urriðafossi í ofsaveðri: „Við þurfum ekki að binda núna“
Gestur Sjóarans að þessu sinni er Óttar Sveinsson sem er hvað þekktastur fyrir að skrifa metsölubækurnar Útkall. Hann var sjálfur til sjós um tíma og starfaði lengi sem blaðamaður DV áður en hann sneri sér alfarið að bókaskrifum og útgáfu. Hann segir frá því að í nóvember, 1985, hafi hann verið um borð í Urriðafossi…
Friðgeir stjórnaði leitinni að Pólstjörnunni þar sem tveir létust: Það tók mikið á
Gestur Sjóarans að þessu sinni er Friðgeir Höskuldsson, skipstjóri og útgerðarmaður frá Drangsnesi. Hann hefur stundað útgerð frá því hann var ungur maður, eða í hartnær hálfa öld. Hann er enn með sömu kennirtöluna og það hefur aldrei hvarflað að honum að selja útgerðina eða kvótann. Friðgeir segir frá því þegar hann strandaði eitt sinn…
Helgi Laxdal: ,,Sjómannastéttin er búin!“
Gestur Sjóarans er Eyfirðingurinn og verkalýðsleiðtoginn Helgi Laxdal, en hann fór fyrir vélstjórum og starfaði í þágu verkalýðsmála í 25 ár. Hann hóf feril sinn til sjós sem kokkur. Hann fékk veður af því að það vantaði kokk á togara en starfið tryggði hann sér hjá skipstjóranum um nótt. Hann kunni nákvæmlega ekkert að kokka…
Sjóarinn – Heiðveig fyrir fyrsta túrinn: ,,Þú hefur hálftíma til að kaupa nærbuxur og sokka!“
Gestur Sjóarans er Heiðveig Einarsdóttir, sjókokkur og lögfræðingur. Heiðveig var áberandi þegar hún blandaði sér í réttindabaráttu sjómanna. Í dag starfar hún á grænlensku skipi sem er að hluta til í eigu íslendinga. Sem unglingur starfaði hún í frystihúsi. Einn daginn frétti hún af lausu plássi á togara þegar hún var að skutla félaga sínum…
Sjóarinn: Albert Haraldsson siglir um á eigin líkkistu
Gestur Sjóarans er Albert Haraldsson, fyrrum skipstjóri. Hann hóf feril sinn á Íslandi en hélt svo utan til Chile þar sem hann gerðist fiskiskipstjóri og hélt úti lítilli smábátaútgerð. Hann siglir um á sinni eigin líkkistu en það gerir hann bara á hlaupári, 29. febrúar. Líkkista þessi er reyndar bátur sem hann smíðaði ásamt félaga…
Guðbjartur Ásgeirsson um svikin loforð Samherja: ,,Ég get nú sagt einhver ýmis orð um þessa Samherja pilta en ég læt það vera því þeir skrifa sína sögu sjálfir“
Gestur Sjóarans að þessu sinni er Guðbjartur Ásgeirsson skipstjóri, gjarnan kenndur við Gugguna og allir Vestfirðingar og allir landsmenn þekkja það skip og skipstjórana; hann og Ásgeir föður hans. Í viðtalinu fer hann yfir ferilinn og opnar sig meðal annars um það er Guggan var seld, sem var reiðarslag fyrir Vestfirðinga.
Hörður flugstjóri varð vélarvana: ,,Ekkert annað að gera en að opna gluggann og stinga hausnum út!“
Gestur Mannlífsins er Hörður Guðmundsson flugstjóri en hann hefur átt ótrúlegan feril sem flugmaður. Hann hóf feril sinn fyrir vestan, í fyrstu á eins hreyfils vél en tildrög þess þegar hann fékk fyrstu tveggja hreyfla vélina má segja að hafi orðið til þess að hann varð hirðflugmaður Hannibals Valdimarssonar þegar hann náði kjöri á þing…
Anna Kristjánsdóttir lét tollarana bera smyglið til landsins: ,,Ég smyglaði engu!“
Gestur Sjóarans að þessu sinni er Anna Kristjánsdóttir, vélfræðingur. Anna var til sjós í 25 ár en nýtur lífisns í dag á Tenerife. Eina sögu segir hún af því þegar hún var með aðra hendina í fatla eftir slys og var á leiðinni í gegnum Keflavíkurflugvöll, skömmu eftir að nýr flugvöllur hafði verið tekinn í…
Róbert sá Siglufjörð hrynja: ,,Pabbi sótti aldrei atvinnuleysisbæturnar, stoltið var svo mikið.“
Siglfirðingurinn, sjóarinn og athafnamaðurinn Róbert Guðfinnsson er gestur Sjóarans að þessu sinni. Hann titlar sig ástandsbarn þar sem blóðfaðir hans var tæknimaður í bandarísku leyniþjónustunni en Guðfinnur Aðalsteinsson gekk honum í föðurstað þegar hann var ungabarn. Auk þess að hafa verið til sjós rak hann útgerð á Íslandi, gerði út á túnfisk í Mexíkó en…
Vilbergur Magni – Síðari hluti: ,,Hann var þakklátur en ég hefði nú alveg mátt bjarga farangrinum!“
Vilbergur Magni Óskarsson er fyrrum skólastjóri Skipstjórnarskóla Tækniskólans, sem áður nefndist Stýrimannaskólinn, en hann starfar í dag sem kennari við skólann. Hann starfaði áður á fiskiskipum, varðskipunum og sem sigmaður í þyrlu Landhelgisgæslunnar. Vilbergur ólst upp á Eyrarbakka þar sem neistinn til að fara til sjós og gerast stýrimaður og seinna skipherra, kviknaði. Í þessum…